Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
1. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Deildir sem nú taka við Covid-19 greindum sjúklingum og með grun um Covid-19 eru A7, A6 og nú hefur B5 hafið móttöku sjúklinga úr þessum hópi.
b. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd hafa áður gefið út þau almennu tilmæli að starfsfólk legudeilda Landspítala starfi ekki á tveimur stöðum og fari ekki milli húsa. Frá þessu getur verið nauðsynlegt að víkja í sérstökum aðstæðum til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Slíkt er þá gert með samþykki og leiðsögn farsóttanefndar.
c. 18 gjörgæslurými eru nú í Fossvogi á gjörgæsludeild og vöknun sem að mestu sinna Covid-19 smituðum. Uppfærð áætlun gerir nú ráð fyrir að gjörgæsludeildin við Hringbraut taki við gjörgæslusjúklingum þegar aðstaða í Fossvogi er fullnýtt.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
40 (frá upphafi 67)
Þar af á gjörgæslu 11 og 10 í öndunarvél (frá upphafi 19 og 10 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
5
Sjúklingar í sóttkví
19
Útskrifaðir samtals
26
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 186
í einangrun í dag 36
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 926
þar af 89 börn