Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
31. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Landakot opnað fyrir innlagnir á aðrar deildir en K1 og L2. Ný deild, L5 verður opnuð í dag og tekur við sjúklingum.
b. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn hafa ákveðið að aðstandendur kvenna í keisarafæðingu geti ekki fylgt þeim á skurðstofu. Þeir fá þó að koma stutta stund til að hitta móður og barn. Ekki verður breyting á viðveru aðstandenda kvenna í hefðbundinni fæðingu að sinni en brýnt er fyrir aðstandendum að koma ekki ef þeir hafa minnstu einkenni tilfallandi veikinda.
c. Einstaklingar sem ekki geta verið í einangrun heima fyrir geta fengið aðstöðu í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg. Göngudeild Covid-19 eða legudeildir, eftir atvikum, munu hafa milligöngu um þetta úrræði.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
35 (frá upphafi 59)
Þar af á gjörgæslu
11 og 9 í öndunarvél (frá upphafi 17 og 9 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
5
Sjúklingar í sóttkví
19
Útskrifaðir samtals
23
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 212
í einangrun í dag 35
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 968
þar af 73 börn – klínísk greining
d. Batnað
198