Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
30. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Allur þungi á Landspítala er nú á klíníska starfsemi, sérstaklega vegna Covid-19. Gert er ráð fyrir því að öll önnur verkefni víki til hliðar og kraftar starfsfólks sem vinna að slíkum verkefnum nýtist í klínískri vinnu. Ekki er gert ráð fyrir afleysingum fyrir starfsmenn sem fara til klínískra starfa. Hafi starfsmenn sem ekki sinna sinni hefðbundinni klínískri vinnu ekki nú þegar fundið kröftum sínum farveg er þeim bent á að hafa samband við sinn yfirmann.
b. Gjörgæsludeild í Fossvogi mun í dag opna 8 ný gjörgæslurými í húsnæði vöknunar. Sú starfsemi flyst á skurðstofur. Nú eru því til reiðu 18 gjörgæslurými í Fossvogi, í stað 6.
c. Greinist starfsmenn með Covid-19 smit er mikilvægt að slík tilkynning berist á netfangið rakning@landspitali.is sem og starfsmannahjukrun@starfsmannahjukrun.is.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 13:00
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
30
Þar af á gjörgæslu 10 og 7 í öndunarvél
Á gjörgæslu frá upphafi
15
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
6
Sjúklingar í sóttkví
20
Útskrifaðir samtals
22
Sjúklingar frá upphafi
53
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 268
í einangrun í dag 38
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 936
þar af 72 börn
d. Batnað
157