Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
29. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Makar fæðandi kvenna mega fylgja konum í fæðingu en ekki á sængurkvennagang, eins og áður.
b. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn beinir meðfylgjandi tilkynningu til barnshafandi starfsmanna og nema um störf/nám vegna Covid-19.
c. Gestakomur á spítalann eru almennt ekki heimilar nema í undantekningartilvikum. Farsóttanefnd beinir því sérstaklega til þeirra sem þó fá þá undantekningu að undir engum kringumstæðum nýta það ef einhver einkenni, minni háttar eða meiri, gera vart við sig. Starfsfólk sem tekur afstöðu til undanþágubeiðna er beðið að hafa þetta í huga þegar mál eru metin.
d. Gjörgæsludeild í Fossvogi hefur nú verið lokað fyrir öðrum innlögnum en Covid-19 tengdum og fleiri gjörgæslurúm, m.a. vegna annarra sjúklinga sem þurfa gjörgæslu, verða opnuð á morgun. Gjörgæsla við Hringbraut starfar venju samkvæmt.
e. Ef flytja á sjúkling með Covid-19 smit eru til þess sérstakur búnaður sem er í umsjá bráðamóttöku sem aðstoðar við flutninginn. Sími 620 1691.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
25
Þar af á gjörgæslu 9 og 7 í öndunarvél
Á gjörgæslu frá upphafi
14
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
3
Sjúklingar í sóttkví
27
Útskrifaðir samtals
21
Sjúklingar frá upphafi
47
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 268
í einangrun í dag 38
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti 897
þar af 66 börn
d. Batnað
135