Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
28. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Endurlífgunarteymi í Fossvogi hefur verið endurskipulagt tímabundið og sinna hjúkrunarfræðingar bráðamóttökuútköllum í stað hjúkrunararfræðinga gjörgæslu. „Akútvagninn“ er því staðsettur á bráðamóttöku á meðan.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi innlagðra sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
19
Þar af á gjörgæslu: 6 og allir í öndunarvél
Á gjörgæslu frá upphafi
11
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
1
Sjúklingar með Covid-19 sem hafa lagst inn frá upphafi
39
Sjúklingar í sóttkví
19
Útskrifaðir samtals
19
Sjúklingar frá upphafi
39
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 280
í einangrun í dag 36
c. Göngudeild Covid-19 í eftirliti
860
þar af 62 börn
d. Batnað
114