Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
27. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Sjúklingar sem leggjast inn vegna Covid-19 er beint á tilteknar deildir í samræmi við flæðirit sjúklinga (ppt). Allar deildir verða þó að vera undirbúnar undir að sjúklingar með Covid-19 þurfi innlögn hjá þeim eða að þeir greinist á deildinni með sjúkdóminn. Sjá uppfært skjal um einangrunarinnlagnir vegna Covid-19.
b. Landkot verður áfram lokað fyrir innlögnum vegna Covid-19 smita sem þar hafa komið upp.
c. Farsóttanefnd ítrekar að séu tekin sýni af starfsmönnum þá séu þeir frá vinnu þar til niðurstaða liggur fyrir.
d. Þær deildir sem panta mat fyrir starfsfólk munu frá mánudegi fá þann mat sendan á deildina, þ.e. við Hringbraut. Fossvogur bætist svo fljótlega við, annars
staðar verður þetta ekki í boði. Áríðandi er að viðhafa sóttvarnir á kaffistofum og vaktherbergjum eftir því sem framast er unnt, hér eftir sem hingað til.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi innlagðra sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
18
Þar af á gjörgæslu: 6 og allir í öndunarvél
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
8
Sjúklingar í sóttkví
15
Útskrifaðir samtals
17
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 280
í einangrun í dag 36
c. Göngudeild Covid-19 í eftirliti
818
þar af 59 börn
d. Batnað
97