Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
26. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Að undanförnu hafa komið upp smit á spítalanum sem eru til komin vegna samskipta utan Landspítala – afar brýnt er að starfsmenn gæti sérstaklega að sér utan vinnustaðarins og fari í einu og öllu að tilmælum sóttvarnalæknis.
b. Vegna Covid-19 smita á Landakoti eru innlagnir ekki heimilar þar, meðan unnið er að rakningu smita. Útskriftir einstaklinga heim (þó ekki á stofnanir) í sóttkví eru mögulegar en aðrar ekki.
c. Vegna Covid-19 smita á Barnaspítala Hringsins verður Rjóðrinu lokað á næstu dögum.
d. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd ítreka við starfsmenn að forðast eins og mögulegt er samneyti við aðra utan vinnu, í ljósi smitvarna.
e. Uppfært flæðirit Covid-19 sjúklinga (ppt) liggur nú fyrir. B5 er nú tilbúin til að taka á móti Covid-19 smituðum sjúklingum.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi innlagðra sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
17
Þar af á gjörgæslu: 3 - allir í öndunarvél
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
1
Sjúklingar í sóttkví
13
Útskrifaðir samtals
15
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 243
í einangrun í dag 37
c. Göngudeild Covid-19 í eftirliti
747
þar af 46 börn
d. Batnað
82