Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
24. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Þeim tilmælum er beint til starfsmanna að huga einnig að smitgát utan vinnustaðarins. Samkomur starfsmanna, þó færri séu en 20, gætu skapað smithættu og er því vinsamlega beint til starfsfólks að forðast slíka viðburði. Stjórnendur eru sérstaklega beðnir að huga að þessu.
b. Móttaka sjúklinga með Covid-19 sem ekki þurfa gjörgæslu:
Á A7 - 17 rými eru opin fyrir Covid-19 smitaða
Á A6 - 15 rými eru opin fyrir Covid-19 smitaða og grun um smit
Deild B5 tekur við öðrum sjúklingum þar til nauðsyn verður á að opna upp rými þar vegna Covid-19
c. Göngudeild Covid-19
Birkiborg var opnuði í dag og eru sjúklingar í þörf fyrir mat boðaðir þangað.
d. Matsalir bregðast nú við hertu samkomubanni. Unnið er að þeim möguleika að deildir geti pantað mat fyrir starfsfólk og fengið sent á deildir. Starfsmenn beðnir að sýna biðlund, gæti tekið nokkra daga í útfærslu.
e. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd vill sérstaklega minna okkur öll á samskiptasáttmálann. Við komum fram af virðingu og hlýju við samstarfsfólk okkar, eins og alla aðra – allir eru að leggja sig fram við óvenjulegar aðstæður.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi innlagðra sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
11
Þar af á gjörgæslu: 2
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
2
Sjúklingar í sóttkví
9
Batnað
56
Útskrifaðir samtals
12
Látnir
1
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 254
í einangrun í dag 34
c. Göngudeild Covid-19
Í eftirliti – fullorðnir – 565
Í eftirliti – börn - 34