Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
22. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Farsóttanefnd ítrekar tilmæli til starfsmanna um að virða reglu um 2 metra fjarlægð alls staðar sem það er mögulegt, þ.m.t. í matsölum, vaktherbergjum og kaffistofum. Því er beint til stjórnenda að gera viðeigandi ráðstafanir þar sem því er við komið.
b. Ákveðið hefur verið að fella niður starfsnám 4 árs hjúkrunarnema.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga í Covid-19 einangrun
14
Þar af á gjörgæslu í dag: 1
Útskrifaðir af spítalanum samtals
4
b. Einstaklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild
523
c. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví í dag
23
d. Batnað samtals
36
e. Starfsmenn Landspítala í einangrun í dag
26
f. Starfsmenn Landspítala í sóttkví í dag
262