Í tengslum við COVID-19 er Landspítala nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar um starfsmenn spítalans. Unnið er með almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang, samskipta- og tengiliðaupplýsingar, niðurstöður úr greiningarprófi, líðan, líkamshita, undirliggjandi sjúkdóma og aðrar nauðsynlegar heilsufarsupplýsingar. Gefið hefur verið yfirlit um hvernig farið verður með þessar persónuupplýsingar.
Vinnsla persónuupplýsinga Landspítala í tengslum við COVID-19