Frá viðbragðsstjórn og Farsóttanefnd Landspítala
21. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Deild A7 sem einungis tekur við sjúklingu í Covid-19 einangrun er nú full og tekur deild A6 við næstu sjúklingum
b. Þungaðir starfsmenn í starfi á Landspítala, gildir um alla í þessari stöðu: Tilkynning frá farsóttanefnd Landspítala.
c. Starfsmenn og nemar sem fara á milli starfseininga: Farsóttanefnd beinir þeim tilmælum til stjórnenda sem eru með starfsmenn sem taka vaktir á öðrum deildum en sinni heimadeild að lágmarka allt slíkt eins og kostur er. Starfsfólk ætti ekki að fara milli húsa til að taka vaktir á annarri deild. Horfa þarf til afleiðinga þess fyrir rekstur deildar ef hún fær ekki þetta vinnuframlag. Athugið! Þetta á ekki við þegar óskað er eftir vinnuframlagi starfsfólks vegna faraldursins.
d. Flæði sjúklinga í Covid-19 einangrun liggur fyrir. Flæðirit (ppt).
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga í Covid-19 einangrun
12
Þar af á gjörgæslu í dag: 1
Útskrifaðir samtals
4
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví í dag
24
c. Batnað samtals
22
d. Starfsmenn Landspítala í einangrun í dag
24
e. Starfsmenn Landspítala í sóttkví í dag
266
f. Í eftirliti á Covid-19 göngudeild
357