Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
20. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Covid-19 göngudeildin stækkar hratt. Úthringiver verður í Skaftahlíð. Unnið að húsnæðisbreytingum í Birkiborg þar sem aðkallandi þjónustu verður sinnt, brýnni þjónustu í gámum. Stjórnendur: Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir ásamt Tómasi Þór Ágústssyni, Sólveig Sverrisdóttir er deildarstjóri og Geirný Ómarsdóttir henni til fulltyngis. Á hverjum tíma eru 5-10 sérnámslæknar og 20-30 hjúkrunarfræðingar við störf á deildinni.
b. Tölulegar upplýsingar liggja fyrir frá Landspítala, m.a í teljara á ytri vef, birtast um kl. 13:00 dag hvern.
c. Komi upp Covid-19 smit á deild ber stjórnendum að fylgja málum eftir, sjá leiðbeiningar sem birtast síðar í dag.
d. Starfsmenn geta ekki sinnt störfum á fleiri en einni deild. Mikilvægt er að starfsfólk taki viðeigandi ákvörðun um hvar starfskröftum þeirra er best varið.
e. Í dag koma öndunarvélar frá Bandaríkjunum sem eru gjöf til spítalans frá einkaaðilum.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
6
Þar af á gjörgæslu: 1
Útskrifaðir
4
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
21
c. Í eftirlit á Covid-19 göngudeild
387
d. Batnað
22
e. Starfsmenn Landspítala í einangrun
25
f. Starfsmenn Landspítala í sóttkví
224