1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Covid-19 göngudeild hefur nú eftirlit með 318 sjúklingum og sinna þjónustunni 30-40 læknar og hjúkrunarfræðingar. Unnið að húsnæðismálum bæði fyrir þá sem sinna fjarheilbrigðisþjónustunni við hópinn og hina smituðu sem þurfa að koma til mats á spítalann í kjölfar heimavitjunar. Faglegir bakhjarlar göngudeildarinnar eru smitsjúkdómanefnd og farsóttanefnd.
b. Breytingar verða nú á legudeildastarfsemi. Deild A7 tekur einungis við Covid-19 sjúklingum. Þegar sú deild er full tekur A6 við sjúklingum og aðrar deildir í A álmu í kjölfarið, að deild A2 undanskilinni.
c. Minnt er á að stöðumatsfundum er streymt á Workplace og upptökur eru aðgengilegar þar. Helstu upplýsingar og fréttir, sérstaklega um Covid-19 er þar komið á framfæri.
d. Vakin athygli á gæðaskjali um COVID-19 í gæðahandbók
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda í dag
Á A7: 7 (1)
Á gjörgæslu: 1
Útskrifaðir samtals: 3
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví í dag
24
c. Batnað samtals
12
d. Starfsmenn Landspítala í einangrun í dag
20
e. Starfsmenn Landspítala í sóttkví í dag
164
f. Göngudeild Covid-19
Í eftiliti: 318