Menntadeild, farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að fresta klínísku námi á Landspítala hjá eftirfarandi nemendum á skurð- og lyflækningadeildum þar til samkomubanni hefur verið aflétt.
- Klínískt nám hjá 2. árs hjúkrunarnemum frá Háskólanum á Akureyri frestast á eftirfarandi deildum: 11EG, 14EG, A2, A6, A7, B2, B7, 12E (18 nemendur).
- Klínískt nám hjá sjúkraliðanemum í VIN 205/VINxx á skurð- og lyflækningadeildum frestast (26 nemendur). Sjúkraliðanemar (3) í lokaáföngum verða áfram í verklegu námi.
- Unnið er að breytingum á klínísku námi læknanema á 4. ári á skurð- og lyflækningadeildum.
Þrátt fyrir þetta er eftir sem áður allt kapp lagt á að taka á móti nemendum í klínískt nám eins og mögulegt er.
Klínískt nám er í sífelldri endurskoðun og getur því breyst með litlum fyrirvara.
Frekari upplýsingar
Hrund Sch. Thorsteinsson
hrundsch@landspitali.is
Eygló Ingadóttir
eygloing@landspitali.is