Frá viðbragðsstjórn og Farsóttanefnd Landspítala
17. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Dregið hefur úr skurðstofustarfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Af 18 skurðstofum sem venjulega eru keyrðar eru 8 nú í notkun. Valaðgerðir hafa að mestu verið lagðar af – en bráðum og lífsbjargandi aðgerðum er sinnt venju samkvæmt.
b. Fyrirsjáanlegur skortur á strokpinnum og hvarfefnum. Mælst til að starfsfólk Landspítala sem er með einkenni haldi sig heima og einungis verði tekin strok m.t.t. Covid-19. Sjá tilkynningu frá formanni farsóttanefndar og framkvæmdastjóra lækninga.
c. Áætlun vegna nema í starfsnámi á Landspítala verður uppfærð. Gert er ráð fyrir að verknámi 1 og 2 árs nema í heilbrigðisvísindum falli niður. Sjúkraliðanemar eru til sérstakrar skoðunar.
d. Náms- og ráðstefnuferðir starfsmanna verða ekki heimilar í aprílmánuði.
e. Útfærsla skólastarfs vegna samkomubanns stendur yfir og stýra Almannavarnir forgangi barna framlínustarfsfólks.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
4
Þar af á gjörgæslu: 2
Útskrifaðir
3
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
16
c. Batnað
5
d. Starfsmenn Landspítala í einangrun
17
e. Starfsmenn Landspítala í sóttkví
150