Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
16. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Unnið er að útfærslu þess hvernig rýmum fyrir Covid-19 veika verður fjölgað eftir því sem þörf verður á. Gjörgæsla í Fossvogi og A7 eru þegar undirbúnar og undirbúningur stendur yfir vegna útfærslu annarra deilda/eininga eftir því sem þörf skapast.
b. A7 fer í 11 rúm frá og með deginum í dag.
c. Göngudeildarþjónusta við Covid-19 sjúklinga í heimahúsum hefur verið efld. Mikilvægt að sinna sjúklingum heima eins lengi og hægt er.
d. Áréttað að allir sjúklingar sem þarfnast innlagnar fara á sína kjördeild nema um sé að ræða innlögn vegna Covid-19 veikinda. Ef sjúklingur er í sóttkví er henni framhaldið á kjördeildinni.
e. Í Fossvogi eru nú 3 af 8 skurðstofum opnar og dregið hefur verulega úr valaðgerðum. Síðar í vikunni mun einnig draga úr valkvæðri starfsemi við Hringbraut.
f. Útfærsla hólfunar bráðamóttöku hefur verið ákvörðuð og undirbúningur hafinn.
g. Starfsfólk Landspítala sem á börn í leik- og grunnskóla getur óskað eftir óbreyttri skólasókn barna sinna vegna starfa á Landspítala.
h. Allar fyrirspurnir vegna nemenda í klínísku námi eiga að fara til deildastjóra menntadeildar: hrundsch@landspitali.is
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
3
Þar af á gjörgæslu: 2
Útskrifaðir
3
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
16
c. Starfsmenn Landspítala í einangrun
13
d. Starfsmenn Landspítala í sóttkví
116