Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
15. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Aðgangsstýring að Landspítala verður hert og birtist sérstök tilkynning um það síðar dag.
b. Umgengnisreglur vegna samkomubanns taka gildi 16. mars og verða birtar síðar í dag.
Klínísk vinna kallar á nánd sem ekki verður undan komist enda er öryggi sjúklinga í fyrirrúmi.
Reglur munu m.a. ná til matsala og er gert ráð fyrir að sjálfsskömmtun verði hætt og matur afgreiddur í einnota/margnota umbúðum.
c. Daglegir stöðumatsfundir kl. 11:15 fara eftirleiðis eingöngu fram fram á Workplaceþræði stöðumatsins þar til annað verður ákveðið.
d. Sjúkrahúsfatnaður verður til reiðu á Kleppi fyrir þá starfsmenn sem sinna sjúklingum sem eru í sóttkví.
e. Þeim tilmælum verður beint til skólayfirvalda að börn framlínustarfsfólks Landspítala fái óbreytta þjónustu hjá leik- og grunnskólum.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
3
Þar af á gjörgæslu: 1
Útskrifaðir
2
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
14
c. Starfsmenn Landspítala í einangrun
13
d. Starfsmenn Landspítala í sóttkví
137