Tilmæli frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
Varðandi: Sjúklinga með einkenni inflúensu/grun um inflúensu: Dregið verður verulega úr sýnatökum (stroki) vegna inflúensu - meðan á Covid-19 faraldri stendur.
Nú eru Covid-19 rannsóknarsýni í algerum forgangi hjá veirurannsóknarstofunni og mikilvægt að draga sem mest úr öðrum sýnatökum á meðan.
Vegna þessa hefur verið ákveðið að breyta hefðbundinni nálgun að greiningu og meðferð inflúensu á Landspítala og eindregið mælst til þess að sjúklingar með inflúensueinkenni verði ekki rannsakaðir með sýnatöku (stroki) meðan á Covid-19 faraldrinum stendur.
Á meðan þetta ástand varir er leyfilegt að gefa Tamiflu samkvæmt klínísku mati, án sýnatöku.
Gerðar verða ráðstafanir til þess að útvega deildum Tamiflu.
Ákvörðun þessi verður endurskoðuð eftir því sem þörf fyrir Covid-19 sýnatökur minnkar.
Ólafur Baldursson
framkvæmdastjóri lækninga
Már Kristjánsson
yfirlæknir,
formaður farsóttanefndar