Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala vegna Covid19
14. mars 2020
Varðandi: Stöðu nemenda í verklegu námi á spítalanum í Covid-19 faraldrinum
Fyrirspurnir hafa borist um hvort verklegt nám verði lagt af tímabundið og hver staða nemenda sé í tengslum við faraldurinn.
Farsóttanefnd spítalans hefur ákveðið í samráði við viðbragðsstjórn og deildarstjóra menntadeildar að verklegu námi verði haldið áfram að því marki sem unnt er af öðrum ástæðum.
Þeim tilmælum er eindregið beint til kennara og umsjónarmanna klínískrar kennslu að:
1. Brýna fyrir nemendum almenna smitgát.
2. Brýna fyrir nemendum að fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem settar hafa verið fram á vef Embætti landlæknis og Landspítala varðandi Covid19.
3. Breyta kennsluháttum þannig að dregið verði úr fjölda nemenda í hverju rými og tryggja að ekki sé boðað til kennslu eða leiðbeiningar margra nemenda í þröngum rýmum. Í þessu treystum við á dómgreind og þekkingu þeirra sem bera ábyrgð á kennslu.
Ákvörðun þessi verður endurskoðuð eftir því sem faraldurinn þróast.