Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
14. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag.
a. Einum gangi á deild 33A hefur verið lokað vegna Covid smits og sjúklingar fluttir annað. Starfsmenn í sóttkví.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
2
Þar af á gjörgæslu: 1
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
16
c. Starfsmenn Landspítala í einangrun
13
d. Starfsmenn Landspítala í sóttkví
136
3. Annað
a. Dregið hefur verulega úr skipulögðum aðgerðum/valaðgerðum á skurðstofum í Fossvog og því gefa tölur um frestun aðgerða ekki rétta mynd. Þessa viku hafa skurðstofur í Fossvogi starfað á u.þ.b. 30% af hefðbundinni afkastagetu. Skurðstofur við Hringbraut starfa á fullum afköstum. Öllum bráðum aðgerðum er sinnt, venju samkvæmt.