Sóttkví B
Í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna dreifingar Covid-19 sjúkdómsins hefur þeim almennu tilmælum verið beint til þeirra sem mögulega eru útsettir fyrir veirunni sem sjúkdómnum veldur að þeir sæti heimasóttkví (Sóttkví A).
Farsóttanefnd Landspítala hefur í samstarfi við sóttvarnalækni ákveðið að við sérstakar aðstæður, þar sem aðrar leiðir eru ekki færar, kann að koma til þess að klínískir starfsmenn Landspítala í sóttkví fái heimild til að snúa til vinnu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík sóttkví kallast sóttkví B til aðgreiningar frá hinni almennu sóttkví. Hér er um sérstaka aðgerð að ræða í ljósi mjög krefjandi umhverfis við fordæmalausar aðstæður.
Skilyrði fyrir sóttkví B:
1. Nauðsynleg þörf er fyrir vinnuframlag viðkomandi starfsmanns að mati yfrmanna til að tryggja tiltekna starfsemi.
2. Starfsmaður er einkennalaus
Starfsmenn þurfa að fylgjast með einkennum daglega skv. eftirlitslista.
Fara úr vinnu strax ef einkenna verður vart og hafa samband við sinn yfirmann.
3. Starfsmaður notar hlífðarbúnað í allri umgengni við sjúklinga
Langerma hlífðarsloppur
Hanskar
Skurðstofugríma
4. Starfsmaður sinnir handhreinsun skv. grundvallarsmitgát
5. Starfsmaður fer í sýnatöku fyrir Covid-19
Í upphafi vinnu meðan hann er í sóttkví B (sýni tekið á starfsstöð viðkomandi)
Á þriggja daga fresti meðan á sóttkví B stendur (sýni tekið á starfsstöð viðkomandi)
6. Starfsmaður í sóttkví B sækir ekki önnur rými á Landspítala en nauðsynleg eru starfs hans vegna.