Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
13. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Viðbrögð við samkomubanni frá 15.03
i. Verknám til skoðunar í samstarfi við skólayfirvöld/kennslustjóra
ii. Umgengnisleiðbeiningar vegna samkomubanns sóttvarnalæknis verða gefnar út á sunnudag.
b. Farsóttanefnd hvetur alla starfsmenn með heilbrigðismenntun að gefa sig fram á bakvardasveit@landspitali.is. Vonast er til klínísks framlags þessara starfsmanna ef/þegar þörf skapast.
c. Vakin er sérstök athygli á fræðsluerindi Lovísu Bjarkar Ólafsdóttur um heimsfaraldur kórónavírus á Workplace – viðburðir.
2. Helstu tölulegar upplýsingar
a. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
2
Þar af á gjörgæslu: 0
b. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
3
c. Starfsmenn Landspítala í einangrun
12
d. Starfsmenn Landspítala í sóttkví
96
3. Annað
a. Dregið hefur verulega úr skipulögðum aðgerðum/valaðgerðum á skurðstofum í Fossvog og því gefa tölur um frestun aðgerða ekki rétta mynd. Þessa viku hafa skurðstofur í Fossvogi starfað á u.þ.b. 30% af hefðbundinni afkastagetu. Skurðstofur við Hringbraut starfa á fullum afköstum. Öllum bráðum aðgerðum er sinnt, venju samkvæmt.