Frá sýkla- og veirufræðideild:
Veirupinnar eru aftur fáanlegir á birgðastöð Landspítala.
Tímabundin breyting er á sýnaglösum frá því sem verið hefur. Sýnatökupinnar eru ekki í sömu umbúðum og sýnatökuglas. Til að byrja með mun ein tegund sýnatökupinna fylgja glösunum(stífur pinni).
Beðið er eftir sýnatökupinna nr. 2 (sveigjanlegur pinni) sem einnig mun fylgja sýnaglasi . Um leið og hann verður fáanlegur munu tvær gerðir sýnatökupinna fylgja hverju veirusýnaglasi.
Þessi sýnaglös henta bæði til veiruleitar fyrir PCR rannsókn og veiruræktun.
- Mælt er með að taka bæði háls- og nefkokssýni til öndunarfæraveiruleitar.
- Mælst er til að notaðir séu veirupinnar til veiruleitar um leið og þeir eru fáanlegir.
Karl G. Kristinsson yfirlæknir
Ólafía Svandís Grétarsdóttir deildarstjóri
Myndin er af veiruglasi og pinna sem hægt er að senda sýni til veiruleitar í eins og staðan er nú.