Frá farsóttarnefnd Landspítala
9. mars 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli vegna Covid-19 í dag
a. Hermisetur lokað vegna sóttkvíar starfsmanna
b. Virkar skurðstofur í Fossvogi eru 4 í stað 8 vegna sóttkvíar starfsmanna og hefur 1 aðgerð verið frestað í dag
c. Gjörgæslurými í Fossvogi eru 4 í stað 6 vegna sóttkvíar/einangrunar starfsmanna
2. Fjöldi innlagðra sjúklinga vegna Covid-19 veikinda
1
Þar af á gjörgæslu: 0
3. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví
6
4. Starfsmenn Landspítala í sóttkví eða einangrun
46
5. Annað
Vegna fréttaflutnings af smituðum og útsettum starfsmönnum á gjörgæsludeild: Farsóttarnefnd Landspítala vill árétta að starfsmenn gjörgæsludeildar sem urðu fyrir smiti á ferðum sínum erlendis nýlega fóru í einu og öllu eftir þeim ráðleggingum, varúðarráðstöfunum og tilmælum sem í gildi voru í aðdraganda þess að einkenni komu fram. Sama gildir um viðbrögð deildarinnar í kjölfar þess að smitið greindist.