Frá sýkla- og veirufræðideild:
Vegna tímabundins skorts á veirupinnum (fyrir PCR og veiruræktun) þá mælumst við til þess að sýni til veiruleitar (PCR, þ.á m. fyrir nýju kórónuveiruna, SARS-CoV-2) verði tekin með þeim „bakteríupinnum“ sem eru í notkun. Hægt er að nota þá pinna til veiruleitar með PCR rannsókn. Þessir pinnar henta þó ekki fyrir veiruræktun.
Sjá mynd af þeim bakteríupinnum sem hægt er að nota til veiruleitar (með PCR) á meðan skortur er á veirupinnum.
Athugið að um tímabundna aðgerð er að ræða. Um leið og veirupinnar verða fáanlegir þá er mælst til þess að hætt verði sýnatöku til veiruleitar með bakteríupinnum þar sem þeir henta ekki fyrir veiruræktun.
Karl G Kristinsson yfirlæknir, sýkla-og veirufræðideild
Ólafía Svandís Grétarsdóttir deildastjóri, sýkla-og veirufræðideild