Nú hafa hátt á fjórða tug sýna greinst jákvæð fyrir Covid-19 veirunni og fjöldi manns er í sóttkví. Meðal sýktra og þeirra sem eru í sóttkví er starfsfólk Landspítala.
Á fundi farsóttarnefndar Landspítala nú í hádeginu, 5. mars 2020, kom fram að þegar hafa skapast áskoranir í starfseminni vegna þessa. Afar áríðandi er, við þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru vegna Covid-19, að starfsemin truflist ekki af öðrum ástæðum.
Því er sérstaklega mikilvægt að boðuðum verkföllum, sem m.a. munu hafa áhrif á starfsemi Landspítala, verði afstýrt. Landspítali leggur því áherslu á mikilvægi þess að samningsaðilar ljúki samningaviðræðum áður en til verkfalla kemur eða að aðgerðum verði frestað að öðrum kosti. Er tekið undir varnaðarorð Embættis landlæknis, Ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis um þetta mál