Í framhaldi af fundi farsóttarnefndar Landspítala miðvikudaginn 4. mars um stöðu mála vegna kórónuveirunnar COVID 19 hafa þessar ákvarðanir verið teknar vegna Bráðadagsins 2020:
1. Ákvörðun um AÐ HALDA Bráðadaginn 2020 þann 6. mars á Hótel Natura. Dagskráin hefst kl 8:30 með setningu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
2. Ákvörðun um að HALDA EKKI árshátíðina sem vera átti um kvöldið í Austurbæ. Það ætluðu tæplega 400 manns að mæta en í ljósi aðstæðna verður því miður ekki af því. Miðarnir verða endurgreiddir.
Rökstuðningur fyrir þessum ákvörðunum er á þann veg að ekki stendur til að fella niður kennslu og fræðslufundi að svo komnu máli. Hins vegar er það álit farsóttarnefndar að ekki sé skynsamlegt að efna til svo fjölmennrar skemmtisamkomu heilbrigðisstarfsfólks sem hér um ræðir.
Leit
Loka