Tilkynning til starfsfólks Landspítala varðandi náms- og ráðstefnuferðir
4. mars 2020
Í ljósi hlutverks Landspítala og þess að landlæknir hefur biðlað til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda á næstunni hefur framkvæmdastjórn Landspítala ákveðið að hætt verði við fyrirhugaðar náms- og ráðstefnuferðir starfsmanna til annarra landa, a.m.k. út marsmánuð, og að nýjar náms- og ráðstefnuferðir verði ekki samþykktar á því tímabili.
Landspítali mun endurgreiða starfsfólki útlagðan kostnað vegna þessara breytinga sem ekki fæst endurgreiddur, t.d. fargjöld og ráðstefnugjöld, en þó aðeins að því leyti sem um er að ræða náms- og ráðstefnuferðir sem samþykkt hafði verið að greiddar yrðu af spítalanum.
Varðandi náms- og ráðstefnuferðir sem starfsfólk hefur skipulagt á eigin vegum, t.d. með stuðningi sjóða stéttarfélaga, er hvatt til þess að fara eftir ofangreindri beiðni landlæknis.
Sjá einnig bréf forstjóra: Staðfest ákvörðun um að fella niður ráðstefnu og námsferðir (in english)
Frá Launadeild: Leiðbeiningar frá launadeild varðandi niðurfellingu ferða