Frá viðbragðsstjórn Landspítala vegna óveðurs 14. febrúar
Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn, sem ekki þurfa nauðsynlega að koma til starfa í dag, föstudaginn 14. febrúar 2020, sinni störfum sínum að heiman eða bíði eftir að veður lægi.
Bókaðir tímar sjúklinga á dag- og göngudeildum Landspítala féllu niður fyrir hádegi vegna veðurs. Margar dag- og göngudeildir verða hins vegar opnaðar á hádegi. Haft er samband við sjúklinga eftir föngum og það fólk boðað inn sem hefur tök á því. Þetta á við um opnar deildir með þjónustu í boði. Fólk er beðið um að fara að tilmælum almannavarna og vera ekki á ferðinni að ástæðulausu. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi deildir eftir helgi til að endurbóka tíma ef þörf krefur.
Seinkun gæti orðið á hádegisverði fyrir aðrar starfsstöðvar en Hringbraut. Matsalur verður opinn eins og venjulega á Hringbraut, í Fossvogi, á Landakoti og Grensási.
Viðbragðsstjórn er að störfum í dag við Hringbraut (Tvisturinn, við hlið matsalar) og Fossvogi (Viðbragðsstjórn á 2. hæð).
Fylgist með frekari tilkynningum á miðlum Landspítala og á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (https://www.almannavarnir.is).
Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn, sem ekki þurfa nauðsynlega að koma til starfa í dag, föstudaginn 14. febrúar 2020, sinni störfum sínum að heiman eða bíði eftir að veður lægi.
Bókaðir tímar sjúklinga á dag- og göngudeildum Landspítala féllu niður fyrir hádegi vegna veðurs. Margar dag- og göngudeildir verða hins vegar opnaðar á hádegi. Haft er samband við sjúklinga eftir föngum og það fólk boðað inn sem hefur tök á því. Þetta á við um opnar deildir með þjónustu í boði. Fólk er beðið um að fara að tilmælum almannavarna og vera ekki á ferðinni að ástæðulausu. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi deildir eftir helgi til að endurbóka tíma ef þörf krefur.
Seinkun gæti orðið á hádegisverði fyrir aðrar starfsstöðvar en Hringbraut. Matsalur verður opinn eins og venjulega á Hringbraut, í Fossvogi, á Landakoti og Grensási.
Viðbragðsstjórn er að störfum í dag við Hringbraut (Tvisturinn, við hlið matsalar) og Fossvogi (Viðbragðsstjórn á 2. hæð).
Fylgist með frekari tilkynningum á miðlum Landspítala og á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (https://www.almannavarnir.is).