Átakshópur heilbrigðisráðuneytis og Landspítala vegna þess vanda sem birtist á bráðamóttöku spítalans hefur tekið til starfa. Af hálfu Landspítala sitja þar Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra og Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu. Fyrir heilbrigðisráðuneytið sitja í hópnum þau Vilborg Hauksdóttir fyrrverandi skrifstofustjóri og Arnar Bergþórsson sérfræðingur. Hópnum til ráðgjafar eru sænskir sérfræðingar í heilbrigðismálum, þeir Johan Permert og Markus Castergren. Þegar hafa tekið til starfa þrír vinnuhópar Landspítala til að vinna tillögur fyrir átakshópinn.
Vinnuhópur 1 - Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir (komur)
Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun
Ellen Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku
Hildur Pálsdóttir innlagnastjóri
Hjalti Már Björnsson, sérfræðingur í bráðalækningum
María Vigdís Sverrisdóttir, deildarstjóri A2
Ragnheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri B4
Sigríður Valtýsdóttir, yfirlæknir almennra lyflækninga
Vinnuhópur 2 - Sjúklingar á bráðamóttöku
Agnes Benediktsdóttir geislafræðingur
Curtis Snook, sérfræðiingur í bráðalækningum
Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku
Enrico Arkink, sérfræðingur í röntgenlækningum
Guðrún Ása Björnsdóttir, formaður Félags almennra lækna
Helga Rósa Másdóttir, aðstoðardeildarstjóri bráðamóttöku
Helga Rún Garðarsdóttir sérnámslæknir
Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum
Vinnuhópur 3 - Orsakir biðtíma eftir innlögn (fráflæði)
Gerður Beta Jóhannsdóttir, deildarstjóri B7
Helga Atladóttir, deildarstjóri L2
Herdís Herbertsdóttir, deildarstjóri flæðisdeildar
Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingar
Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga