Auglýst er eftir umsóknum í Vísindasjóð Landspítala vegna vorúthlutunar 2020. Upphæð hvers styrks getur numið allt að 2 milljónum króna og eru styrkirnir ætlaðir fastráðnu starfsfólki Landspítala. Frestur til að senda inn umsókn er til og með 1. febrúar 2020.
Styrkirnir úr Vísindasjóði Landspítala eru ætlaðir metnaðarfullum rannsóknarverkefnum sem líkleg eru tril að leiða til birtinga í góðum ritrýndum alþjóðlegum tímatritum. Vísindaráð Landspítala hefur umsjón með faglegu mati á innsendum umsóknum. Umsókn er skilað á rafrænu umsóknarformi rannsókna- og styrkumsjónakerfis Landspítala.
Helstu skilyrði styrkveitingar
- Að umsókn sé í samræmi við leiðbeiningar og reglur um úthlutun styrkja úr Vísindasjóði.
- Að tilskilin leyfi frá viðeigandi siðanefnd (-um) séu til staðar.
- Að umsækjandi (ábyrgðarmaður rannsóknar) sé fastráðinn starfsmaður Landspítala í a.m.k. 30% starfi.
- Að fullnægjandi framvinduskýrsla fylgi umsókn ef um framhaldsverkefni er að ræða.
- Að með umsókn fylgi undirrituð yfirlýsing næsta yfirmanns um launalaust leyfi (fjöldi mannmánaða tiltekinn) starfsmanns Landspítala ef styrkur á að greiða laun hans meðan á rannsókn stendur.
- Að allar umbeðnar upplýsingar fylgi umsókn, þ.m.t. ferilskrá og ritalisti.
Mikilvægar upplýsingar
- Hver umsækjandi getur að hámarki sent inn þrjár styrkumsóknir.
- Aðeins einn styrkur er í boði fyrir hvert vísindaverkefni.
- Upphæð hvers styrks getur numið allt að tveimur milljónum króna.
- Vísindaverkefni sem fékk styrk fyrir ungt vísindafólk Landspítala 2019 er ekki styrkt.
- Rannsókn sem flokkast til gæðaverkefnis er ekki styrkt.
- Styrkur fæst ekki til verkefnis/verkhluta sem þegar er lokið.
- Þegar verkefni er lokið skal senda inn lokaskýrslu til Vísindasjóðs Landspítala gegnum rafræna rannsóknar- og styrkumsjónarkerfi Landspítala á þar til gerðum eyðublöðum, þangað til skal senda sjóðnum framvinduskýrslu árlega.
Ófullnægjandi umsóknum verður vísað frá
Mat á umsóknum: Umsóknir verða metnar með tilliti til vísindalegs gildis verkefna, gæða umsókna og vísindalegum bakgrunni og reynslu umsækjanda í vísindum.
Úthlutun styrkja: Úthlutun styrkja fer fram á Vísindum á vordögum sem verða haldin í byrjun maí 2020.
Nánari upplýsingar: Valgerður M. Backman verkefnastjóri, (visindarad@landspitali.is), sími 543 1410.
Ítarlegar leiðbeiningar um gerð styrkumsókna hjá Vísindasjóði Landspítala
Almennar upplýsingar og hjálpargögn fyrir vísindamenn á Landspítala (Fyrir vísindamann í starfi) *
Til að skoða innri vefinn í farsíma eða tölvu er skrifuð vefslóðin innri.lsh.is, þá opnast skráningargluggi og í reitina sem birtast er fyllt eins og þegar skráð er inn á sína eigin tölvu í vinnunni.
----------------------------------------------------------------------------