Signý Vala Sveinsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir blóðlækninga á aðgerðasviði Landspítala frá 1. janúar 2020 til næstu 5 ára.
Signý Vala lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2003, stundaði sérfræðinám við Skåne Universitetssjukhus Lund/Malmö og lauk þaðan prófi í almennum lyflækningum árið 2012 og blóðlækningum árið 2013. Hún lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Lundi árið 2016.
Signý Vala hefur starfað sem blóðlæknir á Landspítala frá árinu 2013.