Frestur til að skila ágripum vegna Bráðadagsins 2020, árlegrar ráðstefnu Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi, hefur verið framlengur til 13. janúar 2020.
Bráðadagurinn 2020 verður 6. mars 2020 á Hotel Natúra undir yfirskriftinni „Í upphafi skal endinn skoða“. Hefð hefur skapast fyrir því að fá innlenda og erlenda sérfræðinga til að kynna störf sín, verkefni og rannsóknir tengd þema dagsins.
Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem æskilegt er að tengist þema dagsins í ljósi þjónustu við bráðveika og slasaða.
- Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga
- Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins
Nánari upplýsingar:
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, formaður bráðadagsnefndar, ahjordis@landspitali.is, s. 543 7913
Dagný Halla Tómasdóttir skrifstofustjóri, dagnyht@landspitali.is s. 543 8215