Í tilefni starfsloka Gísla H. Sigurðssonar, prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og við Landspítala, verður haldið málþing honum til heiðurs föstudaginn 15. nóvember 2019, frá kl. 15:00 til 17:30 í Hringsal á Landspítala Hringbraut. Málþingið er haldið sameiginlega af Háskóla Íslands og Landspítala.
Gísli H. Sigurðsson var ráðinn fyrsti prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og forstöðulæknir við Landspítala árið 2000, eftir að hafa gegnt stöðu prófessors við Háskólann í Bern fyrir þann tíma. Hann hefur verið mjög virkur í kennslu læknanema, þróun sérnámskennslu á Íslandi og skandinavísku samstarfi á sviði kennslu og vísinda.
Gísli varð sjötugur í janúar 2019 og lauk þá störfum sem prófessor. Hann hefur þó gegnt hlutastarfi við Landspítala síðan og komið að skipulagningu samnorræns framhaldsnáms í gjörgæslulækningum og íslensku samþættu kjarnanámi í bráðagreinum lækninga (SKABL) auk þess að sinna vísindum og ritstjórnarstörfum.
Fundarstjóri á málþinginu verður Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum.
Dagskrá
15:00-15:30
Starfsferill Gísla og vísindastarf
- Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóli Íslands
15:30-16:15
Skandinavískt samstarf innan SSAI
- Sigríður Kalman, prófessor við Karolinska Institutet og fyrrverandi forseti SSAI, samtaka svæfinga- og gjörgæslulækna í Skandinavíu
16:15-17:00
„Lessons learned after 32 years on the ACTA Editorial Board“
- Sven Erik Gisvold, prófessor við háskólann í Þrándheimi, fyrrverandi ritstjóri ACTA Anaesthesiologica Scandinavica
17:00-17:15
Kveðja frá samstarfsmönnum
17:15-18:15
Slit dagskrár, léttar veitingar í boði ACTA Anaesthesiologica Scandinavica