Aðalfyrirlesari á Degi vinnuverndar á Landspítala þriðjudaginn 5. nóvember 2019 er dr. Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor við Háskólann í Gautaborg og forstöðumaður Institutet för stressmedicin. Hún hefur verið leiðandi í umræðunni um streitu og kulnun á vinnumarkaði.
Ingibjörg hefur um árabil stundað rannsóknir á streitu, orsökum hennar, afleiðingum og úrræðum. Hún er vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari um þessi mál og því fengur að henni á Degi vinnuverndar.
Dagur vinnuverndar á Landspítala
verður þriðjudaginn 5. nóvember 2019 með dagskrá í Hringsal á Landspítala Hringbraut.
Að þessu sinni er áhersla á vinnuskilyrði og heilsu.
Allir velkomnir.
Kl. 13:00
Fundur settur
- Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála
Kl. 13:10
Vinnuskilyrði og heilsa
- Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður Institutet för Stressmedicin í Gautaborg
Kl. 14:10
Leiðir til að draga úr álagi og bæta heilsu starfsmanna
- Bára Hildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar
Kl. 14:30
Viðurkenningar fyrir gott vinnuverndarstarf