Guðlaug María Júlíusdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin yfirfélagsráðgjafi á Landspítala frá 1. október 2019 til næstu 5 ára.
Guðlaug María fékk starfsleyfi sem félagsráðgjafi árið 2000. Hún lauk MA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2013, fékk sérfræðingsleyfi í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði frá Landlækni árið 2015 og lauk námi í fjölskyldumeðferð frá EHÍ árið 2016. Hún starfaði sem félagsráðgjafi á Landspítala á árunum 2002-2015, þar af síðustu þrjú árin sem verkefnastjóri félagsráðgjafaþjónustu á kvenna- og barnasviði. Guðlaug María var með stofurekstur á Ísafirði frá 2015-2016 og starfaði sem deildarstjóri barnaverndarnefndar á norðarverðum Vestfjörðum frá árinu 2016.