Steinunn Arna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi frá 1. ágúst 2019.
Steinunn Arna lauk B.sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, diplómanámi í hjúkrun aðgerðasjúklinga 2009 og MSc prófi með áherslu á hjúkrun aðgerðasjúklinga árið 2012, frá Háskóla Íslands. Hún fékk starfsleyfi sem sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga með áherslu á óráð árið 2017.
Steinunn Arna hefur starfað innan skurðlækningasviðs Landspítala frá útskrift, meðal annars á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild og dagdeild skurðlækninga í Fossvogi. Hún hefur starfað á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild frá 2013 og sem sérfræðingur í hjúkrun á sömu deild frá upphafi árs 2018. Hún hefur sinnt umbóta-, þróunar- og gæðastarfi í málefnum skurðsjúklinga sem og sjúklingum með óráð.
Steinunn Arna er aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2014 og hefur komið að kennslu hjúkrunarnema í klínísku námi, bæði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hún situr í stjórn hjúkrunarráðs Landspítala.
Heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild