Landspítali stendur fyrir málþinginu „Heilsa á flótta“ um heilbrigðisþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Það verður haldið föstudaginn 11. október 2019 á Hótel Reykjavík Natura. Á málþinginu verður rætt hvernig stofnanir sem koma að málum flóttafólks geta veitt því góða og tímanlega þjónustu..
Sérstakur gestur málþingsins er Julie Bebenishty hjúkrunarfræðingur sem hefur vakið athygli fyrir að efna til samráðs og samvinnu á milli hjúkrunarfræðinga í Miðausturlöndum þvert á trú, landamæri og þjóðerni.
Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur segir í myndskeiðinu frá tildrögum málþingsins og tilganginum með því.