Erla Dögg Ragnarsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á almennri göngudeild 10E á Landspítala Hringbraut frá 1. september 2019.
Erla Dögg lauk B.sc. prófi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2000 og diplómanámi í hjúkrun aðgerðasjúklinga frá HÍ árið 2006, diplómaprófi í stjórnun frá HÍ árið 2007 og meistaraprófi í hjúkrunarstjórnun frá HÍ árið 2013. Hún hefur starfað á Landspítala frá árinu 2000, fyrst sem hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild og síðan sem hjúkrunardeildarstjóri á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG á Landspítala Hringbraut frá árinu 2005.
Erla Dögg hefur verið stundakennari við hjúkrunarfræðideild HÍ og auk þess sinnt ýmsum sérverkefnum og trúnaðarstörfum á Landspítala.