Unglæknar og læknanemar kynntu rannsóknir sínar á meltingarsjúkdómaviku í San Diego í Bandaríkjunum í maí 2019 undir handleiðslu Einars Stefáns Björnssonar, yfirlæknis og prófessors.
Framlag hópsins var kynning á 9 ágripum; 6 veggspjöld og 3 fyrirlestrar.
Þrjú ágripanna voru um blæðingar frá meltingarvegi, þrjú um lifrarskaða af völdum lyfja, tvö um lifrarfrumkrabbamein og eitt um prótónupumpuhemla
Mynd: Ingigerður Sverrisdóttir, Jóhann Páll Hreinsson, Hólmfríður Helgadóttir, Einar Stefán Björnsson, Arnar Bragi Ingason, Bjarki Sigurðsson og Helgi Kristinn Björnsson.