Kiwanismenn hafa fært barna- og unglingageðdeild Landspítala 10 milljónir króna sem var afrakstur landssöfnunar í maí 2019.
Kiwanishreyfingin á Íslandi, ásamt Kiwanisumdæminu Ísland-Færeyjar, stóðu fyrir öflugri landssöfnun með sölu K-lykilsins til styrktar barna- og unglingageðdeildinni, BUGL.
Kiwanishreyfingin hefur verið öflugur styrktaraðili BUGL um árabil.
Mynd: Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar, og Eyþór K. Einarsson, umdæmisstjóri Kiwanis, afhenda starfsmönnum BUGL þeim Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur, iðjuþjálfa og verkefnastjóra, og Höllu Skúladóttur, aðstoðardeildarstjóra legudeildar BUGL, féð sem þær tóku við fyrir hönd deildarinnar.
Fyrsti K-lykillinn afhentur á Bessastöðum