„Heilsuefling frá vöggu til grafar, uppsker ég eins og ég sái?“ er yfirskrift dags öldrunar sem verður haldinn 8. nóvember 2019 á Grand hóteli Reykjavík. Fyrir deginum, sem haldinn er í þriðja sinn, standa Landspítali og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Óskað er eftir ágripum af rannsóknum eða verkefnum sem tengjast þema dagsins. Að þessu sinni verður sjónum beint að ábyrgð einstaklinga og samfélags á heilbrigði á efri árum og þátttöku aldraðra í vali og stjórn á þjónustu til þeirra.
Ágrip geta fjallað um hvaðeina sem tengist heilsueflingu, forvörnum, þátttöku og þjónustu til aldraðra í heimahúsum, dagþjónustu, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heilsugæslu eða hvar sem þjónusta er veitt.
Hverjir veita þjónustuna? Hverjir velja þjónustuna?
Hver eru og verður ábyrgð og hlutverk einstaklinga, fjölskyldu, hins opinbera, einkaaðila eða annarra á þjónustu til aldraða?
Frestur til að skila ágripum rennur út 25. september 2019.
Gert er ráð fyrir kynningum á rannsóknarniðurstöðum og gæða- og þróunarverkefnum.
Ágrip sendist á tölvupóstfangið daguroldrunar@gmail.com.
Nánar um efni ágripa og uppsetningu á auglýsingu um dag öldrunar 2019