Nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun á hjartaþræðingardeild á Landspítala Hringbraut föstudaginn 13. september 2019.
Verið er að endurnýja tæki sem var tekið í
notkun í desember 2008 og var því orðið 11 ára gamalt. Þetta er þriðja tækið sem
tekið er í notkun á síðustu fimm árum. Deildin hefur því yfir að ráða þremur
fullkomnum þræðingartækjum sem ekkert er eldra en fimm ára og bætir það gæði og
öryggi sjúklinga og starfsmanna.
Nýja tækið á eftir að nýtast vel við fjölþætt inngrip svo sem kransæðaþræðingar, kransæðavíkkanir, ísetningar á ósæðarlokum og einnig við ísetningu gangráða og bjargráða.
Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur styrkir kaupin á tækinu en sjóðurinn hefur reynst hjartadeildum á Landspítala öflugur bakhjarl undanfarin ár, ekki síst við kaup á dýrari tækjum. Jónína var eiginkona Pálma Jónssonar sem kenndur var við Hagkaup.
Ljósmynd: Edda Traustadóttir hjúkrunardeildarstjóri, Páll Matthíasson forstjóri, Ingibjörg Guðmundsdóttir yfirlæknir, Hlíf Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri og Guðmundur Þorgeirsson, stjórnarmaður í Jónínusjóðnum.
Skylt efni:
13. maí 2016
Nýtt hjartaþræðingartæki á Landspítala
21. mars 2014
Nýtt hjartaþræðingartæki tekið í notkun á Landspítala
6. febrúar 2003
Rúmar 50 milljónir til hjartalækninga 2003
28. september 2001
Hjartaþræðingartækið í notkun
27. júní 2001
Tæpar 80 milljónir til hjartalækninga
6. júlí 2000
25 milljónir árlega til hjartalækninga - nýtt hjartaþræðingartæki keypt