Landspítali býður áhugasömum, lærðum og leikum, að koma í nýja hermisetrið Örk til að kynna sér mikilvægi hermiþjálfunar fyrir öryggi sjúklinga.
Hermisetrið er í Skaftahlíð 24 (suðurhús) í Reykjavík. Þangað verður hægt að koma til að skoða Örk kl. 12:00-13:00 mánudag 16. til fimmtudags 19. september 2019.
Landspítali tekur þátt í alþjóðlegri hermiviku í heilbrigðisþjónustu 16.- 20. september sem hefur þann tilgang að vekja athygli á hermiþjálfun til að auka öryggi, skilvirkni og árangur í heilbrigðisþjónustu. Spítalinn gerir þetta bæði með kynningunni á Örk og með málþingi um byltuvarnir
Auglýsing um kynningu á hermisetrinu Örk