Menntun og mönnun í heilbrigðisþjónustunni, staða rannsókna og vísindastarfs og forysta til árangurs. Þetta er viðfangsefni málþings heilbrigðisráðherra 5. september 2019, kl. 17:00-19:00, í Veröld, húsi Vigdísar.
Á málþinginu verður að fjallað um þessar mikilvægu stoðir heilbrigðiskerfisins í ljósi nýrrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Umræðustjórar verða Ævar Kjartansson og Magnús Karl Magnússon sem fá til sín í sófaspjall gesti með víðtæka þekkingu og reynslu á þessum sviðum.
Fundarstjóri verður Björg Magnúsdóttir.
Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.