Sturlaugur Haraldsson, fulltrúi CharityShirts, og Birkir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður og leikmaður Vals í knattspyrnu, færðu barna- og unglingageðdeild Landspítala í ágúst 2019 peningagjöf, 57.000 krónur. Fjárins var aflað með þeim hætti að Birkir Már gaf fótboltatreyju sem boðin var upp til styrktar BUGL. CharityShirts er verkefni þar sem íþróttamenn gefa treyju og velja málefni sem þeir vilja styrkja.
Sturlaugur og Birkir Már afhentu gjöfina Helgu Jörgensdóttur, deildarstjóra göngudeildar, Birni Hjálmarsyni sérfræðingi og Ingibjörgu Karlsdóttur félagsráðgjafahönd fyrir hönd BUGL og var þakkað vel fyrir.