Duglegar stúlkur úr Garðabæ komu í heimsókn á BUGL í ágúst 2019 með peningagjöf.
Þær Helga Lísa Kvaran, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Bryndís Brynjúlfsdóttir, Guðný Hlín Kristjánsdóttir og María Björt Kristinsdóttir luku allar í vor 10. bekk í Garðaskóla í Garðabæ.
Þær þurftu að skila útskriftarverkefni og völdu að perla armbönd og selja til styrktar BUGL. Hvert armband var selt á eitt þúsund krónur og var markmið stúlknanna að ná 50 þúsund krónum. Salan gekk fram úr björtustu vonum og náðu þær að selja fyrir 161 þúsund krónur. Valgerður, hjúkrunarfræðingur á BUGL, tók við gjöfinni fyrir hönd barna- og unglingageðdeildar og þakkaði stúlkunum fyrir framtakið.