Dr. Jung-Yul Choi frá Suður Kóreu, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, heimsótti innkirtladeild Landspítala 21. ágúst 2019. Með í för var Guðrún Björt Yngvadóttir, fráfarandi alþjóðaforseti, og var þeim kynnt starfsemi deildarinnar ásamt notagildi gjafar Lionshreyfingarinnar á Íslandi frá í vor. Um er að ræða afrakstur landssöfnunarinnar „Rauða fjöðrin“ en það er tæknilega fullkomin augnbotnamyndavél sem nýtist til skimunar hjá einstaklingum með sykursýki.
Dr. Choi benti á að Lionshreyfingin hefur langa sögu í stuðningi við sjónvandamál og hefur ákveðið að næstu árin verði einnig lögð sérstök áhersla á sykursýki.
Vefur innkirtladeildar Landspítala
Lionshreyfingin gefur innkirtladeild augnbotnamyndvél - vefur Lions 22. júní 2019
Diabetes - vefur Alþjóðahreyfingar Lions