Breyting hefur verið gerð í Interinfo tölvukerfinu þannig að þegar notaður er skanni við samlestur blóðhluta og sjúklings verður sjálfkrafa til skráning inngjafar blóðhlutans í Interinfo.
Þegar skanni er notaður þarf því ekki að fara aftur inn í Interinfo kerfið og skrá inngjöfina. Gæðaskjöl Landspítala um verklagið hafa verið uppfærð í samræmi við þessa breytingu.
Meðfylgjandi myndskeið sem lýsir ferlinu hefur verið sett upp í Eloomi rafræna námsstjórnunarkerfinu.
Blóðbankinn, nefnd um blóðhlutanotkun og vinnuhópur um gerð myndskeiðs um inngjöf blóðhluta hafa komið að þessu verkefni en markmiðið er að þetta nýja verklag auki öryggi sjúklinga sem fá blóðinngjafir á Landspítala.