Gunnar Mýrdal Einarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítala frá 1. júlí 2019 til næstu 5 ára. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, fékk sérfræðiviðurkenningu í almennum skurðlækningum árið 1998 og í brjóstholskurðlækningum árið 2000. Gunnar lauk doktorsprófi frá Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölu árið 2003 og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016. Hann starfaði sem sérfræðilæknir og síðar yfirlæknir í Uppsölum en hefur starfað á Landsspítala frá árinu 2009. Gunnar leggur ríka áherslu á þverfaglega teymisvinnu þar sem reynir á að leysa vandamál þvert á svið á miðað við núverandi skipurit spítalans.
Leit
Loka